Styrktartónleikar fyrir konu Joe Esposito

Styrktartónleika verða haldnir í Carrollton í Texas þann 4.ágúst 2011. Eiginkona Joe Esposito berst nú við krabbamein og mun allur ágóði renna til þeirra. Þeir sem koma fram eru Kraig Parker (Elvis tribute), Bennie Wheels (Johnny Cash tribute) og Al Nelson ( Roy Orbison tribute).

Joe Esposito starfaði hjá Elvis til dauða dags, og sjá hann um að skipuleggja ferðir og tónleika fyrir Elvis. Hann hefur einnig gefið út nokkrar Elvis bækur.

Miðasalan er þegar hafin, allar nánari upplýsingar á póstfangi plazaartscenter@verizon.net eða í síma 972-446-3200.

 

Elvis vikan 2011

Elvis vikan er árlegur viðburður í Memphis. Bærinn fyllist af Elvis aðdáendum sem komnir eru til að sjá skemmtilega Elvis dagskrá í heila viku. Margir hverjir koma langt að og ferðast langar leiðir til að vera viðstaddir þessa hátíð. Gleðin byrjar 10.ágúst og stendur til 16. ágúst. Löngu uppselt er að flesta viðburði en upplifunin er víst rosaleg fyrir þá sem hafa farið á þessa hátíð.

Dagskrárblað um hátíðina er að finna hér. Kíkið á opinbera síðu Elvis vikunnar hérna.

Elvis veitingastaðir opna í austur Evrópu

Veitingakeðjan “Elvis American Diners” hefur fengið leyfi fyrir nafninu hjá Elvis Presley Enterprices og ætlar að opna veitingastaði í austur Evrópu. Veitingastaðirnir munu vera með Elvis þema og verða hugsanlega staðsettir í Albaníu, Makitóníu, Serbíu, Georgíu, Litháen, Lettlandi, Úkraínu, Ungverjalandi, Slóvakíu, Póllandi, Tékklandi, Rúmeníu, Grikklandi, Tyrklandi og Rússlandi. Veitingakeðjan verður með amerísku yfirbragði. Tveir staðir eru nú þegar í rekstri i Georgíu og sjá þriðji er í smíðum.