Danski Elvis aðdáendinn Henrik Knudsen opnaði Graceland Randers árið 2011 í Danmörku. Hann byggði eftirlíkingu af Graceland, heimili kóngsins. Dánarbú Elvis fór í mál og vann þar sem Henrkik hafði notað Graceland vörumerkið í óleyfi og þarf nú að borga 220,000 dollar í sekt og breyta nafninu. Hér eftir mun hann kalla húsið Memphis Mansion en á síðasta ári heimsóttu 130.000 gestir safnið, sem er í borginni Randers nálægt Kaupmannahöfn.