Elvis

 Elvis Aron Presley var fæddur í Tupelo Mississippi, þann 8.janúar 1935. Tvíburabróðir hans, Jesse Garon fæddist andvana og var því Elvis einkabarn. Foreldrar hans fluttu til Mempis árið 1948 en þá var Elvis 13 ára. Hann útskrifaðist síðan frá Humes High School árið 1953.

Árið 1954 hófst söngferillinn hjá Elvis og tók hann upp fyrstu plötuna sína í Sun Studio í Memphis. Seint árið 1955 var plötusamningur hans seldur til RCA Viktor. Árið 1956 var hann orðinn landsþekktur fyrir sinn sérstaka stíl og útlit og var það upphafið að nýjum tímum í tónlist og menningu í heiminum.