Elvis kvikmyndin Girl Happy 50 ára

Kvikmyndin Girl Happy opnaði í kvikmyndahúsum þann 14. apríl 1965. Myndin er því orðin 50 ára gömul.  Þar lék Elvis á móti leikkonunni Shelley Fabares sem lék einnig á móti honum í Spinout og Clambake sem voru gerðar árið 1966 og 1967. Í myndinni lék einnig Mary Ann Mobley, en hún lék sama ár með Elvis í myndinni Harum Scarum.

Girl-Happy-Poster-600x598

 

Enn til miðar á Tom Jones

Grammyverðlaunahafinn og goðsögn í lifanda lífi, Sir Tom Jones heldur sannkallaða stórtónleika í Laugardalshöll 8. júní.  Hann hefur selt yfir 100 milljónir platna á ferli sínum og átt 36 lög á vinsældarlistum í Bretlandi og 19 lög í Bandaríkjunum með smellum eins og Its Not Unusual, Delilah, Green Green Grass of Home, She´s a Lady, Kiss og Sex Bomb.

Auk þess að taka alla sína helstu smelli flytur hann lög af nýjustu plötum sínum, Praise & Blame og Spirit In The Room.

Enn eru til miðar á tónleikana.

Nokkrar sögur og myndir um vináttu Elvisar og Tom Jones.

310561_1