Elvis vikan hófst fyrir nokkrum dögum og er dagskráin þétta að vanda. Meðal atburða er uppboð á ýmsum Elvis munum sem eru í einkaeigu en ekki neinir hlutir í eigu Elvis Presley Enterprise. Meðal hluta sem boðnir voru upp var bókasafnsskírteini sem fór á 8000 dollara (914.000 kr), en skírteinið er eitt af þremur sem vitað er um.
yfir 70 gripir voru boðnir upp og þar á meðal síðasta Cadillac-bifreiðin sem Presley keypti til eigin nota en hún fór á rúmlega 81 þúsund dollara. Gullhálsmen með demöntum sem Elvis bar við ýmis tækifæri, þar á meðal á fundi með Richard Nixon þáverandi Bandaríkjaforseta, seldist á 82.500 dollara en fyrirfram var gert ráð fyrir að það færi á 25-35 þúsund dollara.
37 ár eru nú frá því Elvis Presley dó í Graceland.