Always on my mind 40 ára

Fyrir fjörutíu árum, þann 29. mars 1972, steig Elvis Presley inn í hljóðver með hljómsveit sinni og hljóðritaði lagið ,,Always on my mind.“ Þá var Presley nýlega skilinn að borði og sæng við eiginkonu sína Priscillu. Lagið kleif vinsældalistana og er talið eitt af bestu lögum rokkkóngsins sáluga.

Árið 1982 tók sveitasöngvarinn Willie Nelson lagið upp á sína arma og þá sló það gjörsamlega í gegn og útgáfa hans vann til Grammy-verðlauna. Fimm árum síðar gerðu Pet Shop Boys sína útgáfu í sjónvarpsþætti þar sem þess var minnst að tíu ár voru liðin frá andláti Presleys. Lagið í flutningi Pet Shop Boys er talsvert ólík fyrri útgáfum og var vinsælasta lagið í Bretlandi fyrir jólin 1987.

Fæstir vita að það var hins vegar dægurlagasöngkonan Brenda Lee sem söng ,,Always on my mind” fyrst inn á plötu, nokkru áður en Presley gerði sína útgáfu sama ár. Síðdegisútvarpið gerði heimatilbúna syrpu úr laginu ,,Always on my mind” auk þess sem fáheyrð útgáfa Brendu Lee fékk að njóta sín á öldum ljósvakans.

Always on my mind – lag dagsins á Rás 2.

Bjarni Ara tekur Elvis gospel aftur

Bjarni Arason syngur trúarlega söngva Elvis Presley ásamt einvala liði söngvara og tónlistarmanna.

Uppselt var á þrenna tónleika sem fram fóru í maí og júlí í fyrra og urðu margir frá að hverfa. Vegna fjölda áskorana verða því þessir tónleikar endurteknir nú í apríl.
Einstakt tækifæri til að upplifa þessi frábæru lög í lifandi flutningi.

Á efnisskánni eru frábær gospel lög sem Elvis gerði ódauðleg á sínum tíma. Lög eins og : Crying in the chapel – Why me Lord.- How great thou art – Put your hand in the hand- Swing down sweet chariot (Gullvagninn) – You’ll never walk alone – Bridge over troubled water- Lead me guide me og fjölda annara góðra laga sem prýða gospel söngbók rokkkóngsins.

Miðar fást á midi.is

Söngsveitin með Bjarna er skipuð frábærum söngvurum:

Skarphéðinn Þór Hjartarson tenór
Hafsteinn Þórólfsson bassi
Örn Arnarson baritónn

Hljómsveitin er skipuð valinkunnum tónlistarmönnum:

Þórir Úlfarsson píanó og hljómsveitarstjórn
Gunnar Gunnarsson : hammond
Jóhann Ásmundsson : bassi
Pétur Valgarð Pétursson: gítar
Erik Qvick : Trommur

20.04.12 – Föstudagur 20:30 Bjarni Arason – Elvis Presley Salurinn Salurinn í Kópavogi 4.900 kr.