Memphis Mafían

Memphis mafían var hópur af vinum og starfsmönnum sem voru í kringum Elvis Presley frá árunum 1954 til 1977. Flestir þeirra gegndu einhverju hlutverki fyrir Elvis, t.d. lífverðir eða skipuleggjendur og starfsmenn á tónleikaferðalögum. Þessir starfsmenn fengu greidd laun en flestir fengu þeir líka veglegar gjafir, bíla, hús og bónusa frá Elvis. Yfir árin þá stækkaði hópurinn og tók mannabreytingum, en kjarninn var sterkur og eyddu þeir miklum tíma með Elvis Presley.

Í fyrstu var hópurinn fámennur, en þarna voru frændur Elvis, Junior og Gene Smith sem fylgdu honum hvert sem hann fór. Einnig var Red West vinur hans úr grunnskóla og söngvarinn Cliff Gleaves. Stuttu síðar gengu til liðs við hópinn Sonny West, Joe Esposito, Charlie Hodge og Lamar Fike og voru þeir á launaskrá hjá Elvis. Síðar gengu Ricky, Billy og David Stanley bræður í mafíuna ásamt Jerry Schilling, Larry Geller, Marty Lacker, Dave Hebler o.fl.

Mikilvægastur var þó Joe Esposito sem var “Roadmanager” hægri hönd Elvisar og sá um ýmis fjármál og reddingar. Bræðurnir Sonny og Red West voru titlaðir lífverðir, Sonny sá um öryggismál á tónleikaferðum, Red var fyrsti lífvörðurinn sem Elvis hafði og var hann í þeirri stöðu til 1976 og skrifað nokkra texta að lögum sem Elvis gaf síðan út á plötu. Árið 1954 var hann þó bílstjóri fyrir Elvis, Scotty Moore og Bill Black. Charlie Hodge söng með Elvis í upphitun og á tónleikum, einnig sá hann um að fara yfir öll svið fyrir hverja tónleika, hann var líka þekktur fyrir að færa honum vatn og trefla á tónleikum. Lamar Fike var stór og mikill maður og var ljósamaður á öllum tónleikum. Jerry Schilling var tæknilegur ráðgjafi.