Elvis kvikmyndin Girl Happy 50 ára

Kvikmyndin Girl Happy opnaði í kvikmyndahúsum þann 14. apríl 1965. Myndin er því orðin 50 ára gömul.  Þar lék Elvis á móti leikkonunni Shelley Fabares sem lék einnig á móti honum í Spinout og Clambake sem voru gerðar árið 1966 og 1967. Í myndinni lék einnig Mary Ann Mobley, en hún lék sama ár með Elvis í myndinni Harum Scarum.

Girl-Happy-Poster-600x598

 

Uppboð í Graceland á Elvis viku

Elvis vikan hófst fyrir nokkrum dögum og er dagskráin þétta að vanda. Meðal atburða er uppboð á ýmsum Elvis munum sem eru í einkaeigu en ekki neinir hlutir í eigu Elvis Presley Enterprise. Meðal hluta sem boðnir voru upp var bókasafnsskírteini sem fór á 8000 dollara (914.000 kr), en skírteinið er eitt af þremur sem vitað er um.
yfir 70 grip­ir voru boðnir upp og þar á meðal síðasta Ca­dillac-bif­reiðin sem Presley keypti til eig­in nota en hún fór á rúm­lega 81 þúsund doll­ara. Gull­háls­men með demönt­um sem Elvis bar við ýmis tæki­færi, þar á meðal á fundi með Rich­ard Nixon þáver­andi Banda­ríkja­for­seta, seld­ist á 82.500 doll­ara en fyr­ir­fram var gert ráð fyr­ir að það færi á 25-35 þúsund doll­ara.

37 ár eru nú frá því Elvis Presley dó í Graceland.

Gullpíanó Elvis til sölu

Til sölu er núna Gullhúðað píanó sem Elvis gaf frænku sinni á sjöunda áratugnum og nú er hægt að kaupa það á 3 milljónir evra eða 3.8 milljónir bandaríkjadala. Píanóið var keypt af fjárfestingarhópi fyrir 21 ári síðan og var til sýnis í Nashville Music Hall of Fame. Priscilla lét gullhúða þetta píanó fyrir Elvis til að koma Elvis á óvart á afmælisdag sinn árið 1968.

Mynd og nánari frétt hér.

Grafhvelfing Elvisar á uppboði

Grafhveflingin þar sem jarðneskum leifum rokksöngvarans Elvis Presleys var komið fyrir fyrst eftir andlát hans verður seld hæstbjóðanda á uppboði í næsta mánuði.

Kaupandi grafhvelfingarinnar, sem er í Forest Hill-kirkjugarðinum í Memphis í Tennessee verður þó að bjóða minnst 100 þúsund dollara í hana eða jafnvirði 13 milljóna króna. Lík Presleys var í hvelfingunni í tvo mánuði, en þaðan var það lagt til hinstu hvíldar í grafreit við heimili hans Graceland.

 

Elvis Presley hefði orðið 77 ára 8. janúar

Afmælisvika hefur verið haldin hátíðleg í Memphis til heiðurs Elvis Presley í byrjun janúar ár hvert. Í ár er haldið upp á 77 ára afmælisdag Elvis Presley. Dagskráin er þétt að vanda og hófst 5. janúar og líkur 8. janúar. Fyrrum meðlimir úr hljómsveit Elvis Presley láta sjá sig og veita viðtöl og deila sögum. Ýmsir tónlistarviðburðir verða að vanda og sýningar opnar.

Nánari umfjöllun um dagskrá er að finna hér.

Þeir sem leita að gistingu í Memphis ættu að byrja hérna.

Meira um nýju plötuna frá Elvis

1956 var árið sem breytti öllu, segir Elvis sérfræðingurinn og framleiðandinn Ernest Jörgensen, sem setti saman nýju Elvis plötuna ” Young man with a Big Beat” og höfundur af “Elvis Presley: A Life in Music”.  “Það sem gerðist árið 1956 var að einn söngvari, Elvis var svo gríðarlega vinsæll að í hálft ár voru öll hans lög á Billboard vinsældarlistanum”. – Segir Ernest.

Nýi fimm diska geisladiskurinn inniheldur 10 tónleikaupptökur sem áður hafa ekki verið gefnar út. Tónleikar frá Shreveport, Louisiana fyrir framan 7.000 áhorfendur.

” Þið heyrið Elvis syngja frægu lögin sín, en samt sjái þið aðra hlið á Elvis, sem var svo ólík hliðinni sem þið heyrið í stúdeó upptökum honum”. -segir Ernest.

“Þegar hann er á sviði þá róar hann fólk niður. Þið heyrið hann verða brjálaðan þegar hann hreyfir fætur sínar, hann breytir textunum og gerir grín af eigin lögum og sinni eiginn rödd.” – Segir Ernest Jörgensen.

 


Rod Blagojevich fyrrum Ríkisstjóri Illinois bannaður í Graceland

Elvis Presley Enterprices (EPE) hefur bannað fyrrum Ríkisstjóra Illinois í Bandaríkjunum að koma inn á Graceland og allar eignir EPE.

Lisa Marie Presley kom fram með þessa yfirlýsingu og sagði hann ekki lengur velkominn í Graceland og honum væri bannað að syngja “Tread me Nice” og vera Elvis eftirherma á opinberum vetvangi. Þá var hann rekinn úr ElvisInsiders.com klúbbnum. Presley fjölskyldan hefur áhyggur af því að nýir aðdáendur Elvis Presley heyri um Blagojevich og það sé slæmt fyrir ímynd EPE.

Blagojevich svaraði þessu frekar bitur í bragði og sagðist hafa alist upp við fátækt líkt og Elvis. Þá sagðist hann eiga allar DVD myndirnar hans og hlustaði mikið á tónlist með Elvis. En Blagojevich á yfir höfði sér fangelsist vist og hyggst stofna Rokkband þar.


Nýtt plötusafn með Elvis – Young man with the big beat

Þann 27.sept kemur út 5 diska útgáfa með orginal Elvis upptökum sem RCA gaf út á sínum tíma frá 1956. Platan heitir “The young man with the Big Beat, og inniheldur tónleikaupptökur, sjaldgæf viðtöl við Elvis og aukalög.

Hægt er að panta sér eintak á www.elvis.com/1956

 

Platan “An Afternoon in the Garden” er komin aftur á Billboard lista

Kóngurinn Elvis er kominn aftur inn á Billboard 200 listann þessa vikuna í sæti númer 177 með plötuna An afternoon in the Garden frá árinu 1972. Þessi plata var tekinn upp á tónleikum hans í Madison Square Garden 10. júní 1972. Platan var áður á listanum í 14 vikur. An afternoon in the garden kom út árið 1997 og innihélt áður óútgefið efni. Orginal platan hét Elvis – As recorded at Madison square garden og kom út árið 1972. Þeir tónleikar voru kvöldtónleikar þann 10.júni en fyrr um daginn hélt hann tónleikana sem hér ræðir um. Hann hélt alls 4 tónleika frá 9-11 júní en aðeins var tekið upp þann  10.júní.

Elvis Presley live in New York

 

Elvis vikan 2011

Elvis vikan er árlegur viðburður í Memphis. Bærinn fyllist af Elvis aðdáendum sem komnir eru til að sjá skemmtilega Elvis dagskrá í heila viku. Margir hverjir koma langt að og ferðast langar leiðir til að vera viðstaddir þessa hátíð. Gleðin byrjar 10.ágúst og stendur til 16. ágúst. Löngu uppselt er að flesta viðburði en upplifunin er víst rosaleg fyrir þá sem hafa farið á þessa hátíð.

Dagskrárblað um hátíðina er að finna hér. Kíkið á opinbera síðu Elvis vikunnar hérna.