Þrjár nýjar sýningar byrja í Graceland á næsta ári

Það munu byrja þrjár nýjar sýingar í Graceland á næsta ári í tilefni af 35 ára dánarafmæli Elvis Presley.

Fyrsta sýningin fjallar um árið 1972 þar sem Elvis tók upp myndina “Elvis on tour” , sem fjallar um margar borgir sem hann skemmti í það árið. Sýningin opnar 5. janúar, og  verður hægt að sjá skartgripi og föt sem Elvis var í á þessum tónleikum.

Næsta sýningin fjallar um Elvis í gegnum augu Lisa Marie, dóttur hans. Sýningin opnar 1. febrúar og verður fókusinn á samband þeirra Lisa Marie og Elvis. Sýningin inniheldur fjölskyldumyndir og videóklippur frá því hún ólst upp á Graceland.

Þriðja sýningin opnar 1. mars og heitir ” Áhrif af Elvis Presley”. Fjallar er um föt, hljóðfæri og aðra gripi sem hljómlistamenn notuðu og höfðu áhrif á tónlistarmenn sem litu upp til Elvis.

 

Elvis Presley in Concert í Kaupmannahöfn

Elvis Presley in Concert munu spila í The Forum Copenhagen í Kaupmannahöfn laugardaginn 24. mars 2012. Miðar eru nú komnir í sölu á netinu. Hljómsveitin spilar undir lög og verður Elvis syngjandi á stóru tjaldi. Fyrir þá íslendinga sem ekki hafa séð þessa tónleika þá er þetta gott tækifæri þar sem stutt flug er til Danmerkur frá Íslandi.

Hægt er að kaupa miða hérna.