Fyrrum flugvélar Elvis Presley munu ekki lengur standa á lóð í eigu Graceland / Elvis Presley Enterprises, en eigendur þeirra hafa ekki náð samningum við EPE. Bæjarstjórnin í Memphis hefur samþykkt að búa til svæði á Elvis Presley Boulevard götunni fyrir flugvélarnar. Vélarnar hafa lengi verið vinsælar af túristum í Memphis.
Category Archives: graceland
Priscilla vildi ekki selja Graceland
Priscilla Presley segist hafa þurft að berjast fyrir því að Graceland, heimili fyrrverandi manns hennar, Elvis Presley, yrði ekki selt eftir að hann lést árið 1977.
„Þeir viltu að ég seldi Graceland og alla munina þar. En ég tók fyrir það, þetta var arfleiðfð hans [Elvis],“ segir hin 67 ára gamla leikkona í viðtali við nýjasta tölublað breska Hello. Vísar hún þar til lögfræðinga og fjármálaráðgjafa fyrrverandi manns síns. Segir hún nánast eins og rödd rokkkóngsins sáluga hafi leitt hana áfram.
Segir Priscilla hús Presleys í Memphis, Tennessee, sem í dag er vinsæll áningarstaður aðdáenda rokkkóngsins, kærkominn áningarstað fyrir barnabörn hans fjögur, börn einkadótturinnar Lisu-Marie.
„Við förum reglulega þangað og segjum börnunum frá myndunum á veggjunum. Og ef þau heyra tónlistina hans bendum við þeim á að þarna fari afi þeirra.“
Heimild: mbl.is