Graceland

Graceland í Memphis er eitt þekktasta húsið í Bandaríkjunum á eftir Hvíta húsinu. Þarna bjó Elvis til síðasta dags en hann lést á baðherberginu þann 16.ágúst 1977.

Elvis keypti Graceland í mars 1957 fyrir sjálfan sig, foreldra sína og ömmu sína. Hann borgaði 102,500 dali fyrir húsið og flutti fjölskyldan hans inn í maí 1957. Sjálfur var hann að taka upp kvikmyndina Jailhouse Rock á þessum tíma svo hann gisti þarna fyrst í júní 1957.

Gerðar voru ýmsar breytingar á húsinu í þau 20 ár sem Presley fjölskyldan bjó þarna. Elvis lét byggja tvær nýjar álmur eina í austurhluta hússins sem síðar var kallað “Jungle Room”, og eina í suðurenda hússins. Elvis lét einnig smíða fyrir sig sundlaug og lét breyta norðurenda hússins í sér íbúð. Einnig var byggja grafhýsi þar sem fjölskyldan er grafin.

Eftir fráfall Elvisar þá erfið pabbi hans Vernon, amma hans Minnie Mae og Lisa Marie dóttir hans húsið. Vernon og Minnie Mae dóu árið 1979 og 1980 og var þá Lisa Marie aðal eigandi hússins. Árið 1982 var ákveðið að opna Graceland sem safn.

Árið 2005 seldi Lisa Marie Presley 85% af rekstrarhluta dánarbús Elvis Presley en hélt eftir Graceland byggingunni. Í dag sjá CKX um reksturinn á viðskiptamódeli Elvis Presley Enterprices.(EPE)

Graceland er eitt af 5 mest sóttu söfnum í USA en það koma um 600.000 þús. manns árlega á safnið.