Ný Bítla og Elvis sýning í Liverpool

Þegar Bítlarnir voru á Ameríkutúr sínum heimsóttu þeir Elvis í húsið hans í Beverly Hills höllinni. Þar töluðu þeir saman í stutta stund og sungu nokkur lög saman óformlega. Engar myndir eða upptökur eru til frá þessum fundi. Þetta var þan 27.ágúst 1965.

Tony Barrow sem var fjölmiðlatengiliður fyrir Bítlana á árunum 1962 og 1968 var með á þessum fundi.  Nýverið opnaði ný sýning í Liverpool sem fjallar um fund Bítlana og Elvis.

Tony segir að fyrst þegar að hann kom með þessa hugmynd að fundi voru Bítlarnir ekki spenntir þar sem fjölmiðlar gætu frétt af þessu.

Ringó sagði að ef þetta yrði einhver fjölmiðlasirkús þá gætu þeir sleppt þessu. Þeim langaði til að hitta Elvis en ekki með einhverjum fjölda af blaðamönnum og ljósmyndurum sem væru að þvælast fyrir.

Fyrstu grunnreglurnar sem voru settar voru þær að engum fjölmiðli yrði boðið, engar myndir teknar og engar upptökur teknar enginn myndi leka upplýsingum um fundinn.

Þeir lögðu af stað um kl. 10 og fóru á þremur limmósíum sem keyrðu í röð og fremstur í flokki var Tom Parker Ofursti, umboðsmaður Elvis Presley.

Meðlimir Memphis Mafíunnar tóku á móti bílalestinni og hleyptu þeim í gegnum háu hliðin sem umkringdu lóðina.

Þegar að þeir hittust þá varð óþægileg þögn en John Lennon rauf þögnina og byrjaði að skjóta spurningum að Elvis Presley.

Elvis var  frekar hljóður, brosti mikið og heilsaði öllum. Í framhaldinu lét hann félaga sína sækja gítara og bassa og þá fyrst fór þeim öllum að líða vel, enda voru þeir fimm heimsfrægir tónlistarmenn.

 

 

 

 

Elvis Presley fær “Diamond Award” fyrir 10.milljón seldar Elvis Christmas Album

Elvis Presley hefur fengið viðurkenninguna “Diamond Award” fyrir ” Elvis – Christmas Album. Upprunalega var þetta fjórða platan sem Elvis gaf út í október, 1957 tekið upp fyrir RCA Viktor í Radio Recorders í Hollywood.

Þetta er byggt á sölu í Bandaríkjunum samkvæmt talningu Recordings Industry Assiciation of America, en eftir 10.milljónir seldra eintaka er gefið út Diamond Award.

Þegar jólaplatan kom fyrst út var hún í fjórar vikur í 1. sæti á Billboard listanum og fyrsta af tveimur jólalplötum sem Elvis myndi taka upp á ferli sínum. Hin platan hét “Elvis sings the wonderful world of Christmas”, gefin út í október 1971.

Að auki hefur RIAA verðlaunað eftirfarandi plötur með Elvis:

 

 “Elvis Sings For Kids”  Gold Certification
 “Mahalo From Elvis”  Gold Certification
 “The Very Best Of Love”  Gold Certification
 “Elvis In Person”  Platinum Certification
 “I Got Lucky”  Platinum Certification

Meira um nýju plötuna frá Elvis

1956 var árið sem breytti öllu, segir Elvis sérfræðingurinn og framleiðandinn Ernest Jörgensen, sem setti saman nýju Elvis plötuna ” Young man with a Big Beat” og höfundur af “Elvis Presley: A Life in Music”.  “Það sem gerðist árið 1956 var að einn söngvari, Elvis var svo gríðarlega vinsæll að í hálft ár voru öll hans lög á Billboard vinsældarlistanum”. – Segir Ernest.

Nýi fimm diska geisladiskurinn inniheldur 10 tónleikaupptökur sem áður hafa ekki verið gefnar út. Tónleikar frá Shreveport, Louisiana fyrir framan 7.000 áhorfendur.

” Þið heyrið Elvis syngja frægu lögin sín, en samt sjái þið aðra hlið á Elvis, sem var svo ólík hliðinni sem þið heyrið í stúdeó upptökum honum”. -segir Ernest.

“Þegar hann er á sviði þá róar hann fólk niður. Þið heyrið hann verða brjálaðan þegar hann hreyfir fætur sínar, hann breytir textunum og gerir grín af eigin lögum og sinni eiginn rödd.” – Segir Ernest Jörgensen.

 


Rod Blagojevich fyrrum Ríkisstjóri Illinois bannaður í Graceland

Elvis Presley Enterprices (EPE) hefur bannað fyrrum Ríkisstjóra Illinois í Bandaríkjunum að koma inn á Graceland og allar eignir EPE.

Lisa Marie Presley kom fram með þessa yfirlýsingu og sagði hann ekki lengur velkominn í Graceland og honum væri bannað að syngja “Tread me Nice” og vera Elvis eftirherma á opinberum vetvangi. Þá var hann rekinn úr ElvisInsiders.com klúbbnum. Presley fjölskyldan hefur áhyggur af því að nýir aðdáendur Elvis Presley heyri um Blagojevich og það sé slæmt fyrir ímynd EPE.

Blagojevich svaraði þessu frekar bitur í bragði og sagðist hafa alist upp við fátækt líkt og Elvis. Þá sagðist hann eiga allar DVD myndirnar hans og hlustaði mikið á tónlist með Elvis. En Blagojevich á yfir höfði sér fangelsist vist og hyggst stofna Rokkband þar.