Elvis veitingastaðir opna í austur Evrópu

Veitingakeðjan “Elvis American Diners” hefur fengið leyfi fyrir nafninu hjá Elvis Presley Enterprices og ætlar að opna veitingastaði í austur Evrópu. Veitingastaðirnir munu vera með Elvis þema og verða hugsanlega staðsettir í Albaníu, Makitóníu, Serbíu, Georgíu, Litháen, Lettlandi, Úkraínu, Ungverjalandi, Slóvakíu, Póllandi, Tékklandi, Rúmeníu, Grikklandi, Tyrklandi og Rússlandi. Veitingakeðjan verður með amerísku yfirbragði. Tveir staðir eru nú þegar í rekstri i Georgíu og sjá þriðji er í smíðum.