Þrjár nýjar sýningar byrja í Graceland á næsta ári

Það munu byrja þrjár nýjar sýingar í Graceland á næsta ári í tilefni af 35 ára dánarafmæli Elvis Presley.

Fyrsta sýningin fjallar um árið 1972 þar sem Elvis tók upp myndina “Elvis on tour” , sem fjallar um margar borgir sem hann skemmti í það árið. Sýningin opnar 5. janúar, og  verður hægt að sjá skartgripi og föt sem Elvis var í á þessum tónleikum.

Næsta sýningin fjallar um Elvis í gegnum augu Lisa Marie, dóttur hans. Sýningin opnar 1. febrúar og verður fókusinn á samband þeirra Lisa Marie og Elvis. Sýningin inniheldur fjölskyldumyndir og videóklippur frá því hún ólst upp á Graceland.

Þriðja sýningin opnar 1. mars og heitir ” Áhrif af Elvis Presley”. Fjallar er um föt, hljóðfæri og aðra gripi sem hljómlistamenn notuðu og höfðu áhrif á tónlistarmenn sem litu upp til Elvis.