Grafhveflingin þar sem jarðneskum leifum rokksöngvarans Elvis Presleys var komið fyrir fyrst eftir andlát hans verður seld hæstbjóðanda á uppboði í næsta mánuði.
Kaupandi grafhvelfingarinnar, sem er í Forest Hill-kirkjugarðinum í Memphis í Tennessee verður þó að bjóða minnst 100 þúsund dollara í hana eða jafnvirði 13 milljóna króna. Lík Presleys var í hvelfingunni í tvo mánuði, en þaðan var það lagt til hinstu hvíldar í grafreit við heimili hans Graceland.