Í lok apríl barst tilkynning um að fyrrum lífvörður Elvis Presley væri látinn. Maðurinn hét Dick Grob og vann fyrir kónginn á sjöunda áratugnum.
Tag Archives: elvis
Frábært myndband frá ´72, Burning Love á æfingu
Friðrik Ómar með Elvis tribute tónleika
Friðrik Ómar kemur fram ásamt 7 manna hljómsveit á Café Rósenberg 27. júní og á Blúshátíð Ólafsfjarðar 30. júní í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Elvis Presley hefði orðið 77 ára 8. janúar
Afmælisvika hefur verið haldin hátíðleg í Memphis til heiðurs Elvis Presley í byrjun janúar ár hvert. Í ár er haldið upp á 77 ára afmælisdag Elvis Presley. Dagskráin er þétt að vanda og hófst 5. janúar og líkur 8. janúar. Fyrrum meðlimir úr hljómsveit Elvis Presley láta sjá sig og veita viðtöl og deila sögum. Ýmsir tónlistarviðburðir verða að vanda og sýningar opnar.
Nánari umfjöllun um dagskrá er að finna hér.
Þeir sem leita að gistingu í Memphis ættu að byrja hérna.
Elvis Presley Legacy diskurinn nú á tónlist.is
Núna er hægt að hlusta og kaupa geisladiskinn Elvis Presley Legacy frá RCA-Viktor á www.tonlist.is. Um er að ræða 36 lög sem Elvis gaf út á fyrstu árum frægðarinnar.
Hægt er að sjá lögin hér.