Elvis tilnefndur til Grammy verðlauna

“Young Man With the Big Beat: The Complete ’56 Elvis Presley Masters,” er fimm diska CD box af Elvis Presley upptökum, hefur verið tilnefnt til Grammy verðlauna í flokki Best Historical Album af National Academy of Recording Arts and Sciences.

Safnplatan var gefin út til að fagna 55 ára afmæli frá því Elvis tók upp 1956 RCA upptökurnar og var platan gefin út í haust af Sony.

Meðal laga á plötunni eru stúdíó upptökur eins og “Blue Suede Shoes” og “Lawdy, Miss Clawdy”, einnig tónleikaupptökur og viðtöl.

Sony mun fylgja þessu eftir með því að gefa út tveggja diska “Elvis Country” safnplötu af Elvis Kántrý tónlist.

Elvis fékk 14 Grammy tilnefningar meðan hann var á lífi og vann þrjú verðlaun, fyrir Gospel plötuna ” How Great Thou Art”, He Touched Me og tónleikaútgáfu af laginu “How Great Thou Art”.  Hann fékk einnig viðurkenninguna “Lifetime Achievement Award” árið 1971.