Leikritið “Million Dollar Quartet” á sviði í London

Gestir eru syngjandi og dansandi glaðir á nýju tónlistar leikritinu “Million Dollar Quartet sem er nú í gangi í London og Bandaríkjunum. Leikritið segir frá því kvöldi þegar að Elvis Presley, Johnny Cash, Carl Perkins og Jerry Lee Lewis hittust í Sun Studio í Memphis og tóku umm mörg lög saman. Þetta gerðist þann 4. desember 1956 og var í eina skiptið sem þessir fjórir snillingar hittust og tóku upp tónlist saman.

Sam Philips eigandi af Sun Records sem uppgvötvaði alla þessa snillinga og fann upp á þessum snilldar atburði. Á þessum tíma var Carl Perkins að reyna finna næsta smell, en hann hafði ný lokið að semja lagið “Blue Suade Shoes, og Jerry Lee hafði ný gert plötusamning við Sam Philips.

Í leikritinu MILLION DOLLAR QUARTET er sungið yfir 20 lög eins og: Blue Suede Shoes, Folsom Prison Blues, Fever, Memories Are Made Of This, That’s All Right, Down By The Riverside, Sixteen Tons, (There Will Be) Peace In The Valley, I Walk The Line, I Hear You Knocking, Great Balls Off Fire, Honey Don’t, Hound Dog, Riders In The Sky, See You Later Alligator og Whole Lotta Shakin’ Goin’ On.

Fyrir þá sem búa í London, þá er þetta í leikhúsinu Noël Coward Theatre
85-88 St. Martin’s Lane. 
Opinber síða er hér.