Ný Bítla og Elvis sýning í Liverpool

Þegar Bítlarnir voru á Ameríkutúr sínum heimsóttu þeir Elvis í húsið hans í Beverly Hills höllinni. Þar töluðu þeir saman í stutta stund og sungu nokkur lög saman óformlega. Engar myndir eða upptökur eru til frá þessum fundi. Þetta var þan 27.ágúst 1965.

Tony Barrow sem var fjölmiðlatengiliður fyrir Bítlana á árunum 1962 og 1968 var með á þessum fundi.  Nýverið opnaði ný sýning í Liverpool sem fjallar um fund Bítlana og Elvis.

Tony segir að fyrst þegar að hann kom með þessa hugmynd að fundi voru Bítlarnir ekki spenntir þar sem fjölmiðlar gætu frétt af þessu.

Ringó sagði að ef þetta yrði einhver fjölmiðlasirkús þá gætu þeir sleppt þessu. Þeim langaði til að hitta Elvis en ekki með einhverjum fjölda af blaðamönnum og ljósmyndurum sem væru að þvælast fyrir.

Fyrstu grunnreglurnar sem voru settar voru þær að engum fjölmiðli yrði boðið, engar myndir teknar og engar upptökur teknar enginn myndi leka upplýsingum um fundinn.

Þeir lögðu af stað um kl. 10 og fóru á þremur limmósíum sem keyrðu í röð og fremstur í flokki var Tom Parker Ofursti, umboðsmaður Elvis Presley.

Meðlimir Memphis Mafíunnar tóku á móti bílalestinni og hleyptu þeim í gegnum háu hliðin sem umkringdu lóðina.

Þegar að þeir hittust þá varð óþægileg þögn en John Lennon rauf þögnina og byrjaði að skjóta spurningum að Elvis Presley.

Elvis var  frekar hljóður, brosti mikið og heilsaði öllum. Í framhaldinu lét hann félaga sína sækja gítara og bassa og þá fyrst fór þeim öllum að líða vel, enda voru þeir fimm heimsfrægir tónlistarmenn.