Platan “An Afternoon in the Garden” er komin aftur á Billboard lista

Kóngurinn Elvis er kominn aftur inn á Billboard 200 listann þessa vikuna í sæti númer 177 með plötuna An afternoon in the Garden frá árinu 1972. Þessi plata var tekinn upp á tónleikum hans í Madison Square Garden 10. júní 1972. Platan var áður á listanum í 14 vikur. An afternoon in the garden kom út árið 1997 og innihélt áður óútgefið efni. Orginal platan hét Elvis – As recorded at Madison square garden og kom út árið 1972. Þeir tónleikar voru kvöldtónleikar þann 10.júni en fyrr um daginn hélt hann tónleikana sem hér ræðir um. Hann hélt alls 4 tónleika frá 9-11 júní en aðeins var tekið upp þann  10.júní.

Elvis Presley live in New York