Lagahöfundurinn Sid Tepper látinn

Lagahöfundurinn Sid Tepper er látinn, 96 ára. Hann samdi meira en 40 lög fyrir Elvis Presley ásamt Roy C. Bennet, en þeir unnu saman að fjölda lögum. Þeir sömdu einnig lög fyrir Frank Sinatra, Bítlana, Dean Martin, Eartha Kitt, Perry Como og Jeff Beck. Lögin sem þeir sömdu fyrir Elvis voru notuð í kvikmyndir sem Elvis lék í.