40 ár frá því að Elvis dó

Það er hreint ótrúlegt að hugsa út í það að kóngurinn Elvis hafi dáið fyrir 40 árum síðan. Nokkrum árum eftir dauða hans var heimili hans í Memphis, Graceland, opnaði fyrir almenning og hefur verið opið sem safn og milljónir manna heimsækja það árlega og hittast í svokallaðri Elvis-viku, þar sem aðdáendur minnast hans.  Ýmislegt um hans dauðadag hefur komið fram í ævisögum fyrrum starfsfólks hans, en kærasta hans á þessum tíma var hin unga Ginger Alden. Elvis hafði nýlokið tónleikaseríu og átti fljótlega að hefja nýja, en þessa dagana fyrir dánardaginn var hann heima á Graceland. Hann var þekktur fyrir að vaka á nóttinni og sofa á daginn, og þessi dagur var þannig. Hann fannst látinn á baðherbergisgólfinu um 14:30 en þá var hringt á sjúkrabíl sem kom eftir nokkrar mínútur. Það var strax ljóst að hann var löngu látinn og fljótlega var gefið út að hann hafi fengið hjartaáfall, aðeins 42 ára. En við krufningu kom í ljós að hann hafði tekið 7-8 mismunandi læknalyf sem talið er hafa valdið þessum dauða hans. Sjúkrabíllinn tók hann á Baptist Memorial sjúkrahúsið sem var 21 mínútu frá Graceland, en Dr. Nick sem var læknir Elvis skipaði svo fyrir, því hann vissi að starfsmenn þar myndu halda trúnað. En Methodist South sjúkrahúsið var aðeins 5 mínútur frá Graceland, og hefur það vakið furðu að ekki hafi verið keyrt þangað. Um kl. 15:30 var hann úrskurðaður látinn. Nokkrum vikum síðar var greint frá því að rannsókn hafði leitt það í ljós að verkjalyf og önnur lyf eins og Dilaudid, Quaalude, Percodan, Demerol og codeine höfðu fundist í líkama kóngsins. Læknirinn Dr. Nichopoulos var yfirheyrður og játaði að hafa skrifað upp á þessi lyf fyrir Elvis, og sagði hann vera háðan verkjalyfjum sem hann hefði reynt að hafa stjórn á svo hann færi ekki í sterkari efni. Hann var ekki ákærður, en árið 1995 missti hann læknaleyfið fyrir að skrifa út of mikið af lyfjum fyrir sjúklinga sína.

18. ágúst 1977 var haldin jarðaför þar sem 17 hvítir Cadilac bílar komu keyrandi frá Graceland að kirkjugarðinum Forrest Hill Cemetery, þar sem hann var fyrst grafinn ásamt móður sinni. Síðar var gröfin færð til Graceland.

tvs01

 

 

Má ekki heita Graceland Randers

Danski Elvis aðdáendinn Henrik Knudsen opnaði Graceland Randers árið 2011 í Danmörku. Hann byggði eftirlíkingu af Graceland, heimili kóngsins. Dánarbú Elvis fór í mál og vann þar sem Henrkik hafði notað Graceland vörumerkið í óleyfi og þarf nú að borga 220,000 dollar í sekt og breyta nafninu. Hér eftir mun hann kalla húsið Memphis Mansion en á síðasta ári heimsóttu 130.000 gestir safnið, sem er í borginni Randers nálægt Kaupmannahöfn.

 

Elvis kvikmyndin Girl Happy 50 ára

Kvikmyndin Girl Happy opnaði í kvikmyndahúsum þann 14. apríl 1965. Myndin er því orðin 50 ára gömul.  Þar lék Elvis á móti leikkonunni Shelley Fabares sem lék einnig á móti honum í Spinout og Clambake sem voru gerðar árið 1966 og 1967. Í myndinni lék einnig Mary Ann Mobley, en hún lék sama ár með Elvis í myndinni Harum Scarum.

Girl-Happy-Poster-600x598

 

Enn til miðar á Tom Jones

Grammyverðlaunahafinn og goðsögn í lifanda lífi, Sir Tom Jones heldur sannkallaða stórtónleika í Laugardalshöll 8. júní.  Hann hefur selt yfir 100 milljónir platna á ferli sínum og átt 36 lög á vinsældarlistum í Bretlandi og 19 lög í Bandaríkjunum með smellum eins og Its Not Unusual, Delilah, Green Green Grass of Home, She´s a Lady, Kiss og Sex Bomb.

Auk þess að taka alla sína helstu smelli flytur hann lög af nýjustu plötum sínum, Praise & Blame og Spirit In The Room.

Enn eru til miðar á tónleikana.

Nokkrar sögur og myndir um vináttu Elvisar og Tom Jones.

310561_1

Uppboð í Graceland á Elvis viku

Elvis vikan hófst fyrir nokkrum dögum og er dagskráin þétta að vanda. Meðal atburða er uppboð á ýmsum Elvis munum sem eru í einkaeigu en ekki neinir hlutir í eigu Elvis Presley Enterprise. Meðal hluta sem boðnir voru upp var bókasafnsskírteini sem fór á 8000 dollara (914.000 kr), en skírteinið er eitt af þremur sem vitað er um.
yfir 70 grip­ir voru boðnir upp og þar á meðal síðasta Ca­dillac-bif­reiðin sem Presley keypti til eig­in nota en hún fór á rúm­lega 81 þúsund doll­ara. Gull­háls­men með demönt­um sem Elvis bar við ýmis tæki­færi, þar á meðal á fundi með Rich­ard Nixon þáver­andi Banda­ríkja­for­seta, seld­ist á 82.500 doll­ara en fyr­ir­fram var gert ráð fyr­ir að það færi á 25-35 þúsund doll­ara.

37 ár eru nú frá því Elvis Presley dó í Graceland.

Tveir Elvis tónleikar á Íslandi í apríl

Tveir Elvis Presley tónleikar verða haldnir á Íslandi í apríl í Hörpunni. Um er að ræða tónleika þann 23.-24. apríl.
Með hjálp nýjustu tækninnar og hátæknikvikmyndatjöldum mun Elvis syngja öll vinsælustu lög sín ásamt stórri hljómsveit og bakraddasöngvurum. Ef þú hefur ekki séð Elvis á hljómleikum áður, þá er þetta það næsta sem þú kemst því.

Rödd Elvis og nærvera hans á tjaldinu er svo kraftmikil og samspilið við tónlistamennina og söngvarana á sviðinu svo samofið að eftir nokkur lög getur þú nánast gleymt því að Elvis er ekki í eigin persónu á sviðinu. Öll tækni verður nýtt til fullnustu svo þú fáir það á tilfinninguna að Elvis sjálfur er á sviðinu.

Elvis byrjar evróputúrinn á Íslandi

Í tilefni 60 ára afmælis “That´s all Right” sem tekið var upp 1954 og upphafi rokksins hefur Graceland og Elvis Presley Enterprises kynnt sýninguna : “ELVIS ON STAGE” í Evrópu á árinu 2014. Túrinn byrjar að sjálfsögðu á Íslandi, en fimmtudaginn 24. apríl verða tónleikarnir í Hörpunni, og fást miðar á midi.is. Tónleikarnir verða víða í Bretlandi, Írlandi og Hollandi.

Hin nýja ELVIS PRESLEY – ON STAGE, tónlistarupplifun hefst á Íslandi í apríl og stendur sýningin til loka maí Í evrópu. Á sviðinu verður góð hljómsveit og bakraddir, sem fylgja Elvis um evrópu. Þessi sýning er hönnuð fyrir nýja og gamla Elvis aðdáendur.  Notuð er nýjasta tækni til að varpa Elvis fram á sviðið, en í bakgrunninn spilar hljómsveit og bakraddir og sinfónía. Með þessari tækni upplifa áhorfendur Elvis Presley tónleika eins og þegar að hann söng í Las Vegas upp á sitt besta.

“ELVIS PRESLEY – ON STAGE” TÓNLEIKADAGAR FYRIR APRÍL & MAÍ 2014

Thur 24 April NEW – REYKJAVIK, ICELAND, Eldborg Hall Buy Tickets
Sun 27 April NEW – DUBLIN, Bord Gais Energy Theatre Buy Tickets
Mon 28 April NEW – BELFAST, Waterfront Buy Tickets
Wed 30 Apr SHEFFIELD City Hall Buy Tickets
Thu 01 May NEWCASTLE City Hall Buy Tickets
Fri 02 May DUNDEE Caird Hall Buy Tickets
Sat 03 May EDINBURGH Playhouse Buy Tickets
Sun 04 May GLASGOW Clyde Auditorium Buy Tickets
Mon 05 May LIVERPOOL Philharmonic Buy Tickets
Wed 07 May PRESTON Guild Hall Buy Tickets
Thu 08 May NOTTINGHAM Royal Concert Hall Buy Tickets
Fri 09 May IPSWICH Regent Theatre Buy Tickets
Sat 10 May BRIGHTON Centre Buy Tickets
Sun 11 May PLYMOUTH Pavilion Buy Tickets
Tue 13 May BRISTOL Colston Hall Buy Tickets
Wed 14 May SOUTHEND Cliffs Pavilion Buy Tickets
Thu 15 May BOURNEMOUTH BIC Buy Tickets
Fri 16 May CARDIFF Motorpoint Arena Buy Tickets
Sat 17 May MANCHESTER Bridgewater Hall Buy Tickets
Sun 18 May MILTON KEYNES Theatre Buy Tickets
Tue 20 May YORK Barbican Buy Tickets
Wed 21 May LEICESTER De Montfort Hall Buy Tickets
Thu 22 May OXFORD New Theatre Buy Tickets
Fri 23 May BIRMINGHAM Symphony Hall Buy Tickets
Sat 24 May LONDON Hammersmith Apollo Buy Tickets
Sun 25 May LONDON Hammersmith Apollo Buy Tickets
Wed 28 May NEW – Groningen, De Oosterpoort Buy Tickets
Thur 29 May NEW – Utrecht, Vredenburg Leidsche Rijn Buy Tickets
Fri 30 May NEW – Tilburg, 013 Buy Tickets
Mon 2 June NEW – Le Grand Space Rex Details coming soon

EPEuropeTour
Elvis Presley on Stage is a production of SEG Events, in association with Elvis Presley Enterprises, Inc. (EPE). It is produced by Stig Edgren of SEG Events.

Pricilla Presley að deita yngri mann

Priscilla Presley er að deita yngri mann að nafni Toby Anstis en myndir náðust af þeim þar sem þau voru að koma af stefnumóti á Veitingastaðnum San Lorenzo í borginni Wimbledon í Bretlandi. Priscilla er 67 ára og Toby er 40 ára og er víst fyrir eldri konur. Þau kynntust í gegnum sameiginlega vini og urðu strax hrifin af hvort öðru. Alla söguna og myndir má lesa hér.

 

Elvis messa í Svalbarðskirkju í kvöld

Elvismessa verður í Svalbarðskirkju á Norðurlandi í kvöld, sunnudagskvöldið 11. nóvember kl. 20.30. Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir leika lög eftir Elvis sem fela í sér erindi um trú og líf.

Hver þekkir ekki lög eins og Crying in the Chapel og In the Ghetto?

Sr. Bolli Pétur Bollason flytur hugleiðingu um Elvis Aron Presley í samhengi trúar, en Elvis tók þátt í því að útbreiða fagnaðarerindið um Jesú Krist.

Gengið verður að borði Drottins. Allir hjartanlega velkomnir.

35 ár frá dauða Elvis Presley

16. ágúst er dagur sem allir Elvis aðdáendur þekkja en í ár eru 35 ár liðin frá láti söngvarans og búist er við því að yfir 70.000 aðdáendur hans flykkist á heimili hans, Graceland í Memphis.

Á miðvikudaginn verður haldin bænastund við kertaljós við hliðið að Graceland og er hægt að velja um hefðbundið vaxkerti eða að kveikja á kerti í sérstöku Elvis-appi, sem hlaða má niður í snjallsíma.

Á fimmtudaginn verða svo stórtónleikar við Graceland, þar sem hljómsveit rokkkóngsins mun spila undir söng Lisa Marie Presley dóttur hans og Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkonu hans.

Þrátt fyrir að 35 ár séu liðin frá dauða Presleys, er ekkert lát á vinsældum hans og eftirspurn eftir ýmsum munum honum tengdum. Í vikunni var haldið uppboð þar sem ýmsir minjagripir um hann voru til sölu, meðal þess sem þar seldist var auglýsing fyrir tónleika hans. Kaupandinn greiddi 30.000 Bandaríkjadollara, sem jafngildir um 3,6 milljónum íslenskra króna.

Gullpíanó Elvis til sölu

Til sölu er núna Gullhúðað píanó sem Elvis gaf frænku sinni á sjöunda áratugnum og nú er hægt að kaupa það á 3 milljónir evra eða 3.8 milljónir bandaríkjadala. Píanóið var keypt af fjárfestingarhópi fyrir 21 ári síðan og var til sýnis í Nashville Music Hall of Fame. Priscilla lét gullhúða þetta píanó fyrir Elvis til að koma Elvis á óvart á afmælisdag sinn árið 1968.

Mynd og nánari frétt hér.

Elvis lifnar við með heilmyndartækni

Unnið er að því að koma rokkkónginum aftur á svið með hjálp heilmyndartækni. Tekjur Presley voru um 55 milljónir dala í fyrra.

Bandaríska fyrirtækið Digital Doman vinnur að því hörðum höndum um þessar mundir að koma rokkgoðinu Elvis Presley aftur á svið með hjálp svokallaðrar heilmyndartækni (e. hologram). Áætlað er að Presley geti hrist búkinn aftur eins og honum einum var lagið áður en langt um líður án þess að eiga á hættu að fara úr mjaðmalið.

Presley hvarf yfir móðuna miklu árið 1977 og hefði orðið 77 ára í janúar síðastliðnum.

Þrátt fyrir að Presley hafi dvalið handan móðunnar miklu í 35 ár þénar hann engu að síður ágætlega. Hann er í öðru sæti á lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir þá þá látnu listamenn sem hæstar höfðu tekjurnar á síðasta ári. Tekjur af sölu laga Presleys og varningi honum tengdum námu samkvæmt útreikningum blaðsins 55 milljónum dala í fyrra, jafnvirði 7,1 milljarðs íslenskra króna.

Michael Jackson er talsvert volgari í toppsætinu. Hann halaði inn 170 milljónum dala í fyrra, jafnvirði 22 milljarða króna. Jackson lést í júní fyrir þremur árum.

Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að Digital Domain hafi tekist vel upp þegar fyrirtækið reisti rapparann Tupac Shakur upp frá dauðum á Cohella-tónlistarhátíðinni í apríl. Það vinnur nú með Elvis Presley Enterprises við að búa til nokkrar útgáfur af rokkkónginum en miðað verður bæði við aldur hans – og vaxtarlag. Þessar mismunandi útgáfur af Elvis Presley munu væntanlega hafa nóg að gera en væntingar eru um að hann muni koma fram bæði í sjónvarpi og á tónleikum.

Grafhvelfing Elvisar á uppboði

Grafhveflingin þar sem jarðneskum leifum rokksöngvarans Elvis Presleys var komið fyrir fyrst eftir andlát hans verður seld hæstbjóðanda á uppboði í næsta mánuði.

Kaupandi grafhvelfingarinnar, sem er í Forest Hill-kirkjugarðinum í Memphis í Tennessee verður þó að bjóða minnst 100 þúsund dollara í hana eða jafnvirði 13 milljóna króna. Lík Presleys var í hvelfingunni í tvo mánuði, en þaðan var það lagt til hinstu hvíldar í grafreit við heimili hans Graceland.