Gagnfræðiskóla í Utah bannað að setja upp leikritið All shook up

Skólaráð Vestur-Jórdanar, borgar í Utah-ríki í Bandaríkjunum, hefur bannað gagnfræðiskóla í borginni að setja upp leikritið All Shook Up þar sem notast er við sönglög bandaríska söngvarans Elvis Presley. Ástæðan er kvörtun um að tónlist Presley sé of klámfengin fyrir börnin.

Æfingar nemenda gagnfræðiskólans Herriman High á leikritinu voru þegar hafnar en það er lauslega byggt á Tólftu nóttinni, leikverki Williams Shakespeare. Eftir að kvartað var undan tónlist Presleys í leikritinu fóru fulltrúar skólaráðsins yfir handritið og komust að þeirri niðurstöðu að kvörtunin hafi átt rétt á sér.

Ekki var gefið upp hvaða lag eða lög með Presley fóru svona fyrir brjóstið á kvartandanum og svo fulltrúum skólaráðsins.

Hefja átti sýningar á leikritinu All Shook Up í næsta mánuði en ljóst er að af því verður ekki. Skólastjórnendur hafa því tekið þá ákvörðun að finna nýtt leikverk sem hæfa ætti öllum.

Heimild: mbl.is

Bjarni Ara tekur Elvis gospel aftur

Bjarni Arason syngur trúarlega söngva Elvis Presley ásamt einvala liði söngvara og tónlistarmanna.

Uppselt var á þrenna tónleika sem fram fóru í maí og júlí í fyrra og urðu margir frá að hverfa. Vegna fjölda áskorana verða því þessir tónleikar endurteknir nú í apríl.
Einstakt tækifæri til að upplifa þessi frábæru lög í lifandi flutningi.

Á efnisskánni eru frábær gospel lög sem Elvis gerði ódauðleg á sínum tíma. Lög eins og : Crying in the chapel – Why me Lord.- How great thou art – Put your hand in the hand- Swing down sweet chariot (Gullvagninn) – You’ll never walk alone – Bridge over troubled water- Lead me guide me og fjölda annara góðra laga sem prýða gospel söngbók rokkkóngsins.

Miðar fást á midi.is

Söngsveitin með Bjarna er skipuð frábærum söngvurum:

Skarphéðinn Þór Hjartarson tenór
Hafsteinn Þórólfsson bassi
Örn Arnarson baritónn

Hljómsveitin er skipuð valinkunnum tónlistarmönnum:

Þórir Úlfarsson píanó og hljómsveitarstjórn
Gunnar Gunnarsson : hammond
Jóhann Ásmundsson : bassi
Pétur Valgarð Pétursson: gítar
Erik Qvick : Trommur

20.04.12 – Föstudagur 20:30 Bjarni Arason – Elvis Presley Salurinn Salurinn í Kópavogi 4.900 kr.

Leikritið “Million Dollar Quartet” á sviði í London

Gestir eru syngjandi og dansandi glaðir á nýju tónlistar leikritinu “Million Dollar Quartet sem er nú í gangi í London og Bandaríkjunum. Leikritið segir frá því kvöldi þegar að Elvis Presley, Johnny Cash, Carl Perkins og Jerry Lee Lewis hittust í Sun Studio í Memphis og tóku umm mörg lög saman. Þetta gerðist þann 4. desember 1956 og var í eina skiptið sem þessir fjórir snillingar hittust og tóku upp tónlist saman.

Sam Philips eigandi af Sun Records sem uppgvötvaði alla þessa snillinga og fann upp á þessum snilldar atburði. Á þessum tíma var Carl Perkins að reyna finna næsta smell, en hann hafði ný lokið að semja lagið “Blue Suade Shoes, og Jerry Lee hafði ný gert plötusamning við Sam Philips.

Í leikritinu MILLION DOLLAR QUARTET er sungið yfir 20 lög eins og: Blue Suede Shoes, Folsom Prison Blues, Fever, Memories Are Made Of This, That’s All Right, Down By The Riverside, Sixteen Tons, (There Will Be) Peace In The Valley, I Walk The Line, I Hear You Knocking, Great Balls Off Fire, Honey Don’t, Hound Dog, Riders In The Sky, See You Later Alligator og Whole Lotta Shakin’ Goin’ On.

Fyrir þá sem búa í London, þá er þetta í leikhúsinu Noël Coward Theatre
85-88 St. Martin’s Lane. 
Opinber síða er hér.

 

Styrktartónleikar fyrir konu Joe Esposito

Styrktartónleika verða haldnir í Carrollton í Texas þann 4.ágúst 2011. Eiginkona Joe Esposito berst nú við krabbamein og mun allur ágóði renna til þeirra. Þeir sem koma fram eru Kraig Parker (Elvis tribute), Bennie Wheels (Johnny Cash tribute) og Al Nelson ( Roy Orbison tribute).

Joe Esposito starfaði hjá Elvis til dauða dags, og sjá hann um að skipuleggja ferðir og tónleika fyrir Elvis. Hann hefur einnig gefið út nokkrar Elvis bækur.

Miðasalan er þegar hafin, allar nánari upplýsingar á póstfangi plazaartscenter@verizon.net eða í síma 972-446-3200.