Priscilla vildi ekki selja Graceland

Priscilla Presley segist hafa þurft að berjast fyrir því að Graceland, heimili fyrrverandi manns hennar, Elvis Presley, yrði ekki selt eftir að hann lést árið 1977.

„Þeir viltu að ég seldi Graceland og alla munina þar. En ég tók fyrir það, þetta var arfleiðfð hans [Elvis],“ segir hin 67 ára gamla leikkona í viðtali við nýjasta tölublað breska Hello. Vísar hún þar til lögfræðinga og fjármálaráðgjafa fyrrverandi manns síns. Segir hún nánast eins og rödd rokkkóngsins sáluga hafi leitt hana áfram.

Segir Priscilla hús Presleys í Memphis, Tennessee, sem í dag er vinsæll áningarstaður aðdáenda rokkkóngsins, kærkominn áningarstað fyrir barnabörn hans fjögur, börn einkadótturinnar Lisu-Marie.

Elvis Presley ann Graceland-i heitt að sögn fyrrum eiginkonu hans.„Við förum reglulega þangað og segjum börnunum frá myndunum á veggjunum. Og ef þau heyra tónlistina hans bendum við þeim á að þarna fari afi þeirra.“
 
Heimild: mbl.is

Gagnfræðiskóla í Utah bannað að setja upp leikritið All shook up

Skólaráð Vestur-Jórdanar, borgar í Utah-ríki í Bandaríkjunum, hefur bannað gagnfræðiskóla í borginni að setja upp leikritið All Shook Up þar sem notast er við sönglög bandaríska söngvarans Elvis Presley. Ástæðan er kvörtun um að tónlist Presley sé of klámfengin fyrir börnin.

Æfingar nemenda gagnfræðiskólans Herriman High á leikritinu voru þegar hafnar en það er lauslega byggt á Tólftu nóttinni, leikverki Williams Shakespeare. Eftir að kvartað var undan tónlist Presleys í leikritinu fóru fulltrúar skólaráðsins yfir handritið og komust að þeirri niðurstöðu að kvörtunin hafi átt rétt á sér.

Ekki var gefið upp hvaða lag eða lög með Presley fóru svona fyrir brjóstið á kvartandanum og svo fulltrúum skólaráðsins.

Hefja átti sýningar á leikritinu All Shook Up í næsta mánuði en ljóst er að af því verður ekki. Skólastjórnendur hafa því tekið þá ákvörðun að finna nýtt leikverk sem hæfa ætti öllum.

Heimild: mbl.is

Pricilla Presley að deita yngri mann

Priscilla Presley er að deita yngri mann að nafni Toby Anstis en myndir náðust af þeim þar sem þau voru að koma af stefnumóti á Veitingastaðnum San Lorenzo í borginni Wimbledon í Bretlandi. Priscilla er 67 ára og Toby er 40 ára og er víst fyrir eldri konur. Þau kynntust í gegnum sameiginlega vini og urðu strax hrifin af hvort öðru. Alla söguna og myndir má lesa hér.