Nýlega fannst þessi upptaka frá hinum frægu Madison Square Garden tónleikum frá 1972, en þeir höfðu ekki verið teknir upp formlega, en gefnir út á plötu.
Month: August 2012
Frábært myndband frá ´72, Burning Love á æfingu
Frá Elvis vikunni í Memphis
Elvis vikan í Memphis
35 ár frá dauða Elvis Presley
16. ágúst er dagur sem allir Elvis aðdáendur þekkja en í ár eru 35 ár liðin frá láti söngvarans og búist er við því að yfir 70.000 aðdáendur hans flykkist á heimili hans, Graceland í Memphis.
Á miðvikudaginn verður haldin bænastund við kertaljós við hliðið að Graceland og er hægt að velja um hefðbundið vaxkerti eða að kveikja á kerti í sérstöku Elvis-appi, sem hlaða má niður í snjallsíma.
Á fimmtudaginn verða svo stórtónleikar við Graceland, þar sem hljómsveit rokkkóngsins mun spila undir söng Lisa Marie Presley dóttur hans og Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkonu hans.
Þrátt fyrir að 35 ár séu liðin frá dauða Presleys, er ekkert lát á vinsældum hans og eftirspurn eftir ýmsum munum honum tengdum. Í vikunni var haldið uppboð þar sem ýmsir minjagripir um hann voru til sölu, meðal þess sem þar seldist var auglýsing fyrir tónleika hans. Kaupandinn greiddi 30.000 Bandaríkjadollara, sem jafngildir um 3,6 milljónum íslenskra króna.