Nú er tækifærið að gera góð kaup á Elvis Presley munum. Útsalan er hafin á www.elvis.com og allt að 70% afsláttur til 2. janúar 2012.
Fyrir þá sem eru í evrópu þá er slóðin hér á ShopElvis.co.uk
Íslenska Elvis síðan
Nú er tækifærið að gera góð kaup á Elvis Presley munum. Útsalan er hafin á www.elvis.com og allt að 70% afsláttur til 2. janúar 2012.
Fyrir þá sem eru í evrópu þá er slóðin hér á ShopElvis.co.uk
Ný ljósmyndasýning hefur verið opnuð í USA, í Virginia Museum of Fine Arts í Richmond. Sýningin ber nafnið ” Elvis at 21″ og eru þarna 56 ljósmyndir frá Alferd Wertheimer. Myndirnar voru teknar árið 1956 þegar Elvis var 21 árs gamall og var við það að verða heimsfrægur. Wertheimer var ráðinn af RCA Victor plötufyrirtækinu til að taka almennar myndir af Elvis, þar sem sumir töldu hann vera dansa “dans djöfulsins” þegar hann var uppi á svið að sveifla mjöðmunum.
Nánari upplýsingar fást á safninu á síðunni þeirra hér.
Elvis Presley hefur haft áhrif á tölvuleikjahönnuði s.l. áratugi og hefur rödd hans og eftirlíkingar komið fram í ýmsu tölvuleikjum síðustu árin. Í erlendri grein er hægt að sjá hvaða leikir þetta eru. Kíkið á linkinn hér.
“Young Man With the Big Beat: The Complete ’56 Elvis Presley Masters,” er fimm diska CD box af Elvis Presley upptökum, hefur verið tilnefnt til Grammy verðlauna í flokki Best Historical Album af National Academy of Recording Arts and Sciences.
Safnplatan var gefin út til að fagna 55 ára afmæli frá því Elvis tók upp 1956 RCA upptökurnar og var platan gefin út í haust af Sony.
Meðal laga á plötunni eru stúdíó upptökur eins og “Blue Suede Shoes” og “Lawdy, Miss Clawdy”, einnig tónleikaupptökur og viðtöl.
Sony mun fylgja þessu eftir með því að gefa út tveggja diska “Elvis Country” safnplötu af Elvis Kántrý tónlist.
Elvis fékk 14 Grammy tilnefningar meðan hann var á lífi og vann þrjú verðlaun, fyrir Gospel plötuna ” How Great Thou Art”, He Touched Me og tónleikaútgáfu af laginu “How Great Thou Art”. Hann fékk einnig viðurkenninguna “Lifetime Achievement Award” árið 1971.
Elvis sýning fer til Brazilíu.
Elvis Presley Enterprises og 2Share Entertainment mun opna Elvis sýningu í Suður-Ameríku um vorið 2012.
Sýningin “The Elvis Experience, með 500 hlutum mun byrja í Sao Paulo í Brazilíu í September 2012 og mun “Elvis Presley in Concert” taka þátt í dagskránni, þar sem gamlir félagar Elvis munu stíga á svið og spila.
Meðal hluta á sýningunni verða rauður blæubíll MG úr myndinni “Blue Hawaii”, gull húðaður sími frá baðherbergi Elvis Presley á efri hæð í Graceland, og hvít jakkaföt frá árinu 1968, The Come back Special frá NBC upptökunum.
Suður Ameríka er í þriðja sæti yfir mesta fjölda aðdáenda Elvis Presley.
Líf og starfsferill Elvis Presley tekinn saman í stutta kynningu.