Nýtt plötusafn með Elvis – Young man with the big beat

Þann 27.sept kemur út 5 diska útgáfa með orginal Elvis upptökum sem RCA gaf út á sínum tíma frá 1956. Platan heitir “The young man with the Big Beat, og inniheldur tónleikaupptökur, sjaldgæf viðtöl við Elvis og aukalög.

Hægt er að panta sér eintak á www.elvis.com/1956

 

Ný bók væntanleg um Jerry Scheff

Væntanleg þann 27 mars 2012 er ný bók um ævi bassaleikara Elvis Presley, hann Jerry Scheff. Hann spilaði einnig fyrir Bob Dylan, The Doors, Roy Orbison, Elvis Costello, Neil Diamond, Everly Brothers, John Denver og Nancy Sinatra. Bókin er um ævi og störf Jerry Scheff sem hefur spilað á bassan í 45 ár.

Bókin heitir: Way Down: Playing Bass with Elvis, Dylan, the Doors and More : The Autobiography of Jerry Scheff.

Útgefandinn er Backbeat Books, og er bókin 256 blaðsíður.

 

Þegar að Elvis fór á fund við Nixon í Hvíta húsinu 1970

Elvis Presley heimsótti Richard M. Nixon í Hvítahúsið í Washington. Elvis átti hugmyndina að fundinum og skrifaði sex blaðsíðna bréf til Forsetans og óskaði þar eftir að fá að hitta hann. Hér fyrir neðan er viðtal við Jerry Schilling og starfsmann á skrifstofunni hjá Nixon þar sem þeir rekja þessa atburði.

Elvis Presley in Concert – tónleikadagar í Evrópu 2012

Elvis Presley in Concert  Mon Mar 05 2012 – 8:00 p.m.  Hallenstadion, Zurich, Switzerland  Buy Tickets
Elvis Presley in Concert  Tues Mar 06 2012 – 8:00 p.m.  Lotto Arena, Antwerp, Belgium  Buy Tickets
Elvis Presley in Concert  Wed Mar 07 2012 – 8:00 p.m.  Ahoy, Rotterdam, The Netherlands  Buy Tickets
Elvis Presley in Concert  Fri Mar 09 2012 – 8:00 p.m.  Motorpoint Arena, Sheffield  Buy Tickets
Elvis Presley in Concert  Sat Mar 10 2012 – 8:00 p.m.  Manchester MEN Arena  Buy Tickets
Elvis Presley in Concert  Sun Mar 11 2012 – 8:00 p.m.  SECC, Glasgow  Buy Tickets
Elvis Presley in Concert  Tue Mar 13 2012 – 8:00 p.m.  Odyssey Arena, Ireland  On Sale Sept. 8
Elvis Presley in Concert  Wed Mar 14 2012 – 8:00 p.m.  The O2, Ireland  On Sale Sept. 8
Elvis Presley in Concert  Fri Mar 16 2012 – 8:00 p.m.  The O2 Arena, London  Buy Tickets
Elvis Presley in Concert  Sat Mar 17 2012 – 8:00 p.m.  Wembley Arena, London  Buy Tickets
Elvis Presley in Concert  Sun Mar 18 2012 – 8:00 p.m.  LG Arena, The NEC

Ný kvikmynd um ævi Elvis Presley kemur á næsta ári

John Scheinfeld mun leikstýra nýrri mynd um ævi Elvis Presley sem verður byggð á bókinni “Still taking care of business”, sem Sonny West, fyrrum lífvörður og meðlimur Memphis Mafíunnar.

RLF Victor Productions hefur ráðið Scheinfeld til að leikstýra og endurskrifa handritið fyrir “Fame & Fortune” sem er byggt á bókinni Still Taking Care of Business. Leikarar verða ráðnir til starfa í haust.

Myndin mun vera um náin vinskap Elvis og Sonny West og Memphis mafíunnar. Í byrjun myndarinnar mun Elvis vera á toppnum í tónlistinni og Sonny er fátækur unglingur frá Memphis. Sagan sýnir þá sem nána vini líkt og bræður. Því meiri tíma sem þeir verjar saman, þeim mun nánari verða þeir og Elvis sér að hann getur treyst Sonny.

Sonny og Elvis kynntust árið 1958 og hóf störf fyrir hann 1960. Þeir voru nánir vinir allt til ársins 1976 þegar Elvis rak Sonny, en hann var meðlimur Memphis Mafíunnar, vinahóp sem Elvis Prelsey hafði í kringum sig, ásamt bróður Sonny, Red West.

Heimildir: Billboard.com