Ný kvikmynd um ævi Elvis Presley kemur á næsta ári

John Scheinfeld mun leikstýra nýrri mynd um ævi Elvis Presley sem verður byggð á bókinni “Still taking care of business”, sem Sonny West, fyrrum lífvörður og meðlimur Memphis Mafíunnar.

RLF Victor Productions hefur ráðið Scheinfeld til að leikstýra og endurskrifa handritið fyrir “Fame & Fortune” sem er byggt á bókinni Still Taking Care of Business. Leikarar verða ráðnir til starfa í haust.

Myndin mun vera um náin vinskap Elvis og Sonny West og Memphis mafíunnar. Í byrjun myndarinnar mun Elvis vera á toppnum í tónlistinni og Sonny er fátækur unglingur frá Memphis. Sagan sýnir þá sem nána vini líkt og bræður. Því meiri tíma sem þeir verjar saman, þeim mun nánari verða þeir og Elvis sér að hann getur treyst Sonny.

Sonny og Elvis kynntust árið 1958 og hóf störf fyrir hann 1960. Þeir voru nánir vinir allt til ársins 1976 þegar Elvis rak Sonny, en hann var meðlimur Memphis Mafíunnar, vinahóp sem Elvis Prelsey hafði í kringum sig, ásamt bróður Sonny, Red West.

Heimildir: Billboard.com