Meira um nýju plötuna frá Elvis

1956 var árið sem breytti öllu, segir Elvis sérfræðingurinn og framleiðandinn Ernest Jörgensen, sem setti saman nýju Elvis plötuna ” Young man with a Big Beat” og höfundur af “Elvis Presley: A Life in Music”.  “Það sem gerðist árið 1956 var að einn söngvari, Elvis var svo gríðarlega vinsæll að í hálft ár voru öll hans lög á Billboard vinsældarlistanum”. – Segir Ernest.

Nýi fimm diska geisladiskurinn inniheldur 10 tónleikaupptökur sem áður hafa ekki verið gefnar út. Tónleikar frá Shreveport, Louisiana fyrir framan 7.000 áhorfendur.

” Þið heyrið Elvis syngja frægu lögin sín, en samt sjái þið aðra hlið á Elvis, sem var svo ólík hliðinni sem þið heyrið í stúdeó upptökum honum”. -segir Ernest.

“Þegar hann er á sviði þá róar hann fólk niður. Þið heyrið hann verða brjálaðan þegar hann hreyfir fætur sínar, hann breytir textunum og gerir grín af eigin lögum og sinni eiginn rödd.” – Segir Ernest Jörgensen.