Gagnfræðiskóla í Utah bannað að setja upp leikritið All shook up

Skólaráð Vestur-Jórdanar, borgar í Utah-ríki í Bandaríkjunum, hefur bannað gagnfræðiskóla í borginni að setja upp leikritið All Shook Up þar sem notast er við sönglög bandaríska söngvarans Elvis Presley. Ástæðan er kvörtun um að tónlist Presley sé of klámfengin fyrir börnin.

Æfingar nemenda gagnfræðiskólans Herriman High á leikritinu voru þegar hafnar en það er lauslega byggt á Tólftu nóttinni, leikverki Williams Shakespeare. Eftir að kvartað var undan tónlist Presleys í leikritinu fóru fulltrúar skólaráðsins yfir handritið og komust að þeirri niðurstöðu að kvörtunin hafi átt rétt á sér.

Ekki var gefið upp hvaða lag eða lög með Presley fóru svona fyrir brjóstið á kvartandanum og svo fulltrúum skólaráðsins.

Hefja átti sýningar á leikritinu All Shook Up í næsta mánuði en ljóst er að af því verður ekki. Skólastjórnendur hafa því tekið þá ákvörðun að finna nýtt leikverk sem hæfa ætti öllum.

Heimild: mbl.is