Elvis lifnar við með heilmyndartækni

Unnið er að því að koma rokkkónginum aftur á svið með hjálp heilmyndartækni. Tekjur Presley voru um 55 milljónir dala í fyrra.

Bandaríska fyrirtækið Digital Doman vinnur að því hörðum höndum um þessar mundir að koma rokkgoðinu Elvis Presley aftur á svið með hjálp svokallaðrar heilmyndartækni (e. hologram). Áætlað er að Presley geti hrist búkinn aftur eins og honum einum var lagið áður en langt um líður án þess að eiga á hættu að fara úr mjaðmalið.

Presley hvarf yfir móðuna miklu árið 1977 og hefði orðið 77 ára í janúar síðastliðnum.

Þrátt fyrir að Presley hafi dvalið handan móðunnar miklu í 35 ár þénar hann engu að síður ágætlega. Hann er í öðru sæti á lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir þá þá látnu listamenn sem hæstar höfðu tekjurnar á síðasta ári. Tekjur af sölu laga Presleys og varningi honum tengdum námu samkvæmt útreikningum blaðsins 55 milljónum dala í fyrra, jafnvirði 7,1 milljarðs íslenskra króna.

Michael Jackson er talsvert volgari í toppsætinu. Hann halaði inn 170 milljónum dala í fyrra, jafnvirði 22 milljarða króna. Jackson lést í júní fyrir þremur árum.

Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að Digital Domain hafi tekist vel upp þegar fyrirtækið reisti rapparann Tupac Shakur upp frá dauðum á Cohella-tónlistarhátíðinni í apríl. Það vinnur nú með Elvis Presley Enterprises við að búa til nokkrar útgáfur af rokkkónginum en miðað verður bæði við aldur hans – og vaxtarlag. Þessar mismunandi útgáfur af Elvis Presley munu væntanlega hafa nóg að gera en væntingar eru um að hann muni koma fram bæði í sjónvarpi og á tónleikum.

Grafhvelfing Elvisar á uppboði

Grafhveflingin þar sem jarðneskum leifum rokksöngvarans Elvis Presleys var komið fyrir fyrst eftir andlát hans verður seld hæstbjóðanda á uppboði í næsta mánuði.

Kaupandi grafhvelfingarinnar, sem er í Forest Hill-kirkjugarðinum í Memphis í Tennessee verður þó að bjóða minnst 100 þúsund dollara í hana eða jafnvirði 13 milljóna króna. Lík Presleys var í hvelfingunni í tvo mánuði, en þaðan var það lagt til hinstu hvíldar í grafreit við heimili hans Graceland.

 

Eric Bana mun ekki leika Elvis í kvikmyndinni ‘Elvis & Nixon’

Eric Bana segir að hann muni ekki leika Elvis í myndinni “Elvis & Nixon í leikstjórn Cary Elwes. ” Ég mun ekki leika þetta hlutverk. Ég var með samning um tíma en ekki lengur” Sagði leikarinn við The Hollywood Reporter, við frumsýningu á hans nýjust mynd, Deadfall.

Í oktober 2011 var tilkynnt að Eric Bana myndi leika kónginn og Danny Huston myndi leika Nixon forseta Bandaríkjana.  Eric Bana er þekktur fyrir að stæla Elvis mjög vel.

 

Always on my mind 40 ára

Fyrir fjörutíu árum, þann 29. mars 1972, steig Elvis Presley inn í hljóðver með hljómsveit sinni og hljóðritaði lagið ,,Always on my mind.“ Þá var Presley nýlega skilinn að borði og sæng við eiginkonu sína Priscillu. Lagið kleif vinsældalistana og er talið eitt af bestu lögum rokkkóngsins sáluga.

Árið 1982 tók sveitasöngvarinn Willie Nelson lagið upp á sína arma og þá sló það gjörsamlega í gegn og útgáfa hans vann til Grammy-verðlauna. Fimm árum síðar gerðu Pet Shop Boys sína útgáfu í sjónvarpsþætti þar sem þess var minnst að tíu ár voru liðin frá andláti Presleys. Lagið í flutningi Pet Shop Boys er talsvert ólík fyrri útgáfum og var vinsælasta lagið í Bretlandi fyrir jólin 1987.

Fæstir vita að það var hins vegar dægurlagasöngkonan Brenda Lee sem söng ,,Always on my mind” fyrst inn á plötu, nokkru áður en Presley gerði sína útgáfu sama ár. Síðdegisútvarpið gerði heimatilbúna syrpu úr laginu ,,Always on my mind” auk þess sem fáheyrð útgáfa Brendu Lee fékk að njóta sín á öldum ljósvakans.

Always on my mind – lag dagsins á Rás 2.

Bjarni Ara tekur Elvis gospel aftur

Bjarni Arason syngur trúarlega söngva Elvis Presley ásamt einvala liði söngvara og tónlistarmanna.

Uppselt var á þrenna tónleika sem fram fóru í maí og júlí í fyrra og urðu margir frá að hverfa. Vegna fjölda áskorana verða því þessir tónleikar endurteknir nú í apríl.
Einstakt tækifæri til að upplifa þessi frábæru lög í lifandi flutningi.

Á efnisskánni eru frábær gospel lög sem Elvis gerði ódauðleg á sínum tíma. Lög eins og : Crying in the chapel – Why me Lord.- How great thou art – Put your hand in the hand- Swing down sweet chariot (Gullvagninn) – You’ll never walk alone – Bridge over troubled water- Lead me guide me og fjölda annara góðra laga sem prýða gospel söngbók rokkkóngsins.

Miðar fást á midi.is

Söngsveitin með Bjarna er skipuð frábærum söngvurum:

Skarphéðinn Þór Hjartarson tenór
Hafsteinn Þórólfsson bassi
Örn Arnarson baritónn

Hljómsveitin er skipuð valinkunnum tónlistarmönnum:

Þórir Úlfarsson píanó og hljómsveitarstjórn
Gunnar Gunnarsson : hammond
Jóhann Ásmundsson : bassi
Pétur Valgarð Pétursson: gítar
Erik Qvick : Trommur

20.04.12 – Föstudagur 20:30 Bjarni Arason – Elvis Presley Salurinn Salurinn í Kópavogi 4.900 kr.

Elvis Presley hefði orðið 77 ára 8. janúar

Afmælisvika hefur verið haldin hátíðleg í Memphis til heiðurs Elvis Presley í byrjun janúar ár hvert. Í ár er haldið upp á 77 ára afmælisdag Elvis Presley. Dagskráin er þétt að vanda og hófst 5. janúar og líkur 8. janúar. Fyrrum meðlimir úr hljómsveit Elvis Presley láta sjá sig og veita viðtöl og deila sögum. Ýmsir tónlistarviðburðir verða að vanda og sýningar opnar.

Nánari umfjöllun um dagskrá er að finna hér.

Þeir sem leita að gistingu í Memphis ættu að byrja hérna.

Ljósmyndasýningin “Elvis at 21” í Richmond

Ný ljósmyndasýning hefur verið opnuð í USA, í Virginia Museum of Fine Arts í Richmond. Sýningin ber nafnið ” Elvis at 21″ og eru þarna 56 ljósmyndir frá Alferd Wertheimer.  Myndirnar voru teknar árið 1956 þegar Elvis var 21 árs gamall og var við það að verða heimsfrægur. Wertheimer var ráðinn af RCA Victor plötufyrirtækinu til að taka almennar myndir af Elvis, þar sem sumir töldu hann vera dansa “dans djöfulsins” þegar hann var uppi á svið að sveifla mjöðmunum.

Nánari upplýsingar fást á safninu á síðunni þeirra hér.

 

 

Elvis tilnefndur til Grammy verðlauna

“Young Man With the Big Beat: The Complete ’56 Elvis Presley Masters,” er fimm diska CD box af Elvis Presley upptökum, hefur verið tilnefnt til Grammy verðlauna í flokki Best Historical Album af National Academy of Recording Arts and Sciences.

Safnplatan var gefin út til að fagna 55 ára afmæli frá því Elvis tók upp 1956 RCA upptökurnar og var platan gefin út í haust af Sony.

Meðal laga á plötunni eru stúdíó upptökur eins og “Blue Suede Shoes” og “Lawdy, Miss Clawdy”, einnig tónleikaupptökur og viðtöl.

Sony mun fylgja þessu eftir með því að gefa út tveggja diska “Elvis Country” safnplötu af Elvis Kántrý tónlist.

Elvis fékk 14 Grammy tilnefningar meðan hann var á lífi og vann þrjú verðlaun, fyrir Gospel plötuna ” How Great Thou Art”, He Touched Me og tónleikaútgáfu af laginu “How Great Thou Art”.  Hann fékk einnig viðurkenninguna “Lifetime Achievement Award” árið 1971.

The Elvis Experience sýning fer um Suður Ameríku árið 2012

Elvis sýning fer til Brazilíu.

Elvis Presley Enterprises og 2Share Entertainment mun opna Elvis sýningu í Suður-Ameríku um vorið 2012.

Sýningin “The Elvis Experience, með 500 hlutum mun byrja í Sao Paulo í Brazilíu í September 2012 og mun “Elvis Presley in Concert” taka þátt í dagskránni, þar sem gamlir félagar Elvis munu stíga á svið og spila.

Meðal hluta á sýningunni verða rauður blæubíll MG úr myndinni “Blue Hawaii”, gull húðaður sími frá baðherbergi Elvis Presley á efri hæð í Graceland, og hvít jakkaföt frá árinu 1968, The Come back Special frá NBC upptökunum.

Suður Ameríka er í þriðja sæti yfir mesta fjölda aðdáenda Elvis Presley.

 

 

 

Þrjár nýjar sýningar byrja í Graceland á næsta ári

Það munu byrja þrjár nýjar sýingar í Graceland á næsta ári í tilefni af 35 ára dánarafmæli Elvis Presley.

Fyrsta sýningin fjallar um árið 1972 þar sem Elvis tók upp myndina “Elvis on tour” , sem fjallar um margar borgir sem hann skemmti í það árið. Sýningin opnar 5. janúar, og  verður hægt að sjá skartgripi og föt sem Elvis var í á þessum tónleikum.

Næsta sýningin fjallar um Elvis í gegnum augu Lisa Marie, dóttur hans. Sýningin opnar 1. febrúar og verður fókusinn á samband þeirra Lisa Marie og Elvis. Sýningin inniheldur fjölskyldumyndir og videóklippur frá því hún ólst upp á Graceland.

Þriðja sýningin opnar 1. mars og heitir ” Áhrif af Elvis Presley”. Fjallar er um föt, hljóðfæri og aðra gripi sem hljómlistamenn notuðu og höfðu áhrif á tónlistarmenn sem litu upp til Elvis.

 

Elvis Presley in Concert í Kaupmannahöfn

Elvis Presley in Concert munu spila í The Forum Copenhagen í Kaupmannahöfn laugardaginn 24. mars 2012. Miðar eru nú komnir í sölu á netinu. Hljómsveitin spilar undir lög og verður Elvis syngjandi á stóru tjaldi. Fyrir þá íslendinga sem ekki hafa séð þessa tónleika þá er þetta gott tækifæri þar sem stutt flug er til Danmerkur frá Íslandi.

Hægt er að kaupa miða hérna.

 

Ný Bítla og Elvis sýning í Liverpool

Þegar Bítlarnir voru á Ameríkutúr sínum heimsóttu þeir Elvis í húsið hans í Beverly Hills höllinni. Þar töluðu þeir saman í stutta stund og sungu nokkur lög saman óformlega. Engar myndir eða upptökur eru til frá þessum fundi. Þetta var þan 27.ágúst 1965.

Tony Barrow sem var fjölmiðlatengiliður fyrir Bítlana á árunum 1962 og 1968 var með á þessum fundi.  Nýverið opnaði ný sýning í Liverpool sem fjallar um fund Bítlana og Elvis.

Tony segir að fyrst þegar að hann kom með þessa hugmynd að fundi voru Bítlarnir ekki spenntir þar sem fjölmiðlar gætu frétt af þessu.

Ringó sagði að ef þetta yrði einhver fjölmiðlasirkús þá gætu þeir sleppt þessu. Þeim langaði til að hitta Elvis en ekki með einhverjum fjölda af blaðamönnum og ljósmyndurum sem væru að þvælast fyrir.

Fyrstu grunnreglurnar sem voru settar voru þær að engum fjölmiðli yrði boðið, engar myndir teknar og engar upptökur teknar enginn myndi leka upplýsingum um fundinn.

Þeir lögðu af stað um kl. 10 og fóru á þremur limmósíum sem keyrðu í röð og fremstur í flokki var Tom Parker Ofursti, umboðsmaður Elvis Presley.

Meðlimir Memphis Mafíunnar tóku á móti bílalestinni og hleyptu þeim í gegnum háu hliðin sem umkringdu lóðina.

Þegar að þeir hittust þá varð óþægileg þögn en John Lennon rauf þögnina og byrjaði að skjóta spurningum að Elvis Presley.

Elvis var  frekar hljóður, brosti mikið og heilsaði öllum. Í framhaldinu lét hann félaga sína sækja gítara og bassa og þá fyrst fór þeim öllum að líða vel, enda voru þeir fimm heimsfrægir tónlistarmenn.