Elvis messa í Svalbarðskirkju í kvöld

Elvismessa verður í Svalbarðskirkju á Norðurlandi í kvöld, sunnudagskvöldið 11. nóvember kl. 20.30. Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir leika lög eftir Elvis sem fela í sér erindi um trú og líf.

Hver þekkir ekki lög eins og Crying in the Chapel og In the Ghetto?

Sr. Bolli Pétur Bollason flytur hugleiðingu um Elvis Aron Presley í samhengi trúar, en Elvis tók þátt í því að útbreiða fagnaðarerindið um Jesú Krist.

Gengið verður að borði Drottins. Allir hjartanlega velkomnir.