Elvis Presley fær “Diamond Award” fyrir 10.milljón seldar Elvis Christmas Album

Elvis Presley hefur fengið viðurkenninguna “Diamond Award” fyrir ” Elvis – Christmas Album. Upprunalega var þetta fjórða platan sem Elvis gaf út í október, 1957 tekið upp fyrir RCA Viktor í Radio Recorders í Hollywood.

Þetta er byggt á sölu í Bandaríkjunum samkvæmt talningu Recordings Industry Assiciation of America, en eftir 10.milljónir seldra eintaka er gefið út Diamond Award.

Þegar jólaplatan kom fyrst út var hún í fjórar vikur í 1. sæti á Billboard listanum og fyrsta af tveimur jólalplötum sem Elvis myndi taka upp á ferli sínum. Hin platan hét “Elvis sings the wonderful world of Christmas”, gefin út í október 1971.

Að auki hefur RIAA verðlaunað eftirfarandi plötur með Elvis:

 

 “Elvis Sings For Kids”  Gold Certification
 “Mahalo From Elvis”  Gold Certification
 “The Very Best Of Love”  Gold Certification
 “Elvis In Person”  Platinum Certification
 “I Got Lucky”  Platinum Certification