Jerry Leiber látinn, 78 ára. Samdi Hound Dog og Jailhouse Rock

Jerry Leiber, sem samdi textana við rokklögin Hound Dog og Jailhouse Rock, er látinn 78 ára að aldri. Elvis Presley söng þessi lög sem lögðu grunn að frægð hans. Leiber vann lengi með lagahöfundinum Mike Stoller og þeir sömdu m.a. lög fyrir The Drifters, The Coasters og Elvis Presley. Willie Mae „Big Mama” Thornton varð fyrst listamanna til að syngja Hound Dog inn á plötu árið 1953 og lagið komst þá í 1. sæti á bandaríska vinsældalistanum. Í flutningi Elvis náði lagið hins vegar enn meiri vinsældum þótt Leiber léti hafa eftir sér, að honum þætti útgáfa Thornton betri. Þeir Leiber og Stoller sömdu einnig lagið Stand By Me, sem Ben E. King gerði frægt. Alls fóru 15 laganna, sem þeir sömdu saman, í 1. sæti vinsældarlista.

Leikritið “Million Dollar Quartet” á sviði í London

Gestir eru syngjandi og dansandi glaðir á nýju tónlistar leikritinu “Million Dollar Quartet sem er nú í gangi í London og Bandaríkjunum. Leikritið segir frá því kvöldi þegar að Elvis Presley, Johnny Cash, Carl Perkins og Jerry Lee Lewis hittust í Sun Studio í Memphis og tóku umm mörg lög saman. Þetta gerðist þann 4. desember 1956 og var í eina skiptið sem þessir fjórir snillingar hittust og tóku upp tónlist saman.

Sam Philips eigandi af Sun Records sem uppgvötvaði alla þessa snillinga og fann upp á þessum snilldar atburði. Á þessum tíma var Carl Perkins að reyna finna næsta smell, en hann hafði ný lokið að semja lagið “Blue Suade Shoes, og Jerry Lee hafði ný gert plötusamning við Sam Philips.

Í leikritinu MILLION DOLLAR QUARTET er sungið yfir 20 lög eins og: Blue Suede Shoes, Folsom Prison Blues, Fever, Memories Are Made Of This, That’s All Right, Down By The Riverside, Sixteen Tons, (There Will Be) Peace In The Valley, I Walk The Line, I Hear You Knocking, Great Balls Off Fire, Honey Don’t, Hound Dog, Riders In The Sky, See You Later Alligator og Whole Lotta Shakin’ Goin’ On.

Fyrir þá sem búa í London, þá er þetta í leikhúsinu Noël Coward Theatre
85-88 St. Martin’s Lane. 
Opinber síða er hér.

 

Sonny West á heimleið eftir löng veikindi

Fréttir herma að Sonny West, náinn vinur Elvis sé nú á heimleið eftir 47 daga legu á sjúkrahúsi vegna slæmrar sýkingar og blóðmissi. Mun hann halda áfram að æfa sig í líkamsræktarstöði til að ná fyrir styrk. Mun hann hafa misst mörg kíló og þarf mikla þjálfun til að ná fyrri styrk.

 

Platan “An Afternoon in the Garden” er komin aftur á Billboard lista

Kóngurinn Elvis er kominn aftur inn á Billboard 200 listann þessa vikuna í sæti númer 177 með plötuna An afternoon in the Garden frá árinu 1972. Þessi plata var tekinn upp á tónleikum hans í Madison Square Garden 10. júní 1972. Platan var áður á listanum í 14 vikur. An afternoon in the garden kom út árið 1997 og innihélt áður óútgefið efni. Orginal platan hét Elvis – As recorded at Madison square garden og kom út árið 1972. Þeir tónleikar voru kvöldtónleikar þann 10.júni en fyrr um daginn hélt hann tónleikana sem hér ræðir um. Hann hélt alls 4 tónleika frá 9-11 júní en aðeins var tekið upp þann  10.júní.

Elvis Presley live in New York